Aston Villa og West Ham eigast við í 23. umferð ensku úrvalsdeildarinnar klukkan 16:30 á Villa Park í dag.
Ollie Watkins heldur áfram sæti sínu í framlínunni og þá er einn eftirsóttasti framherji deildarinnar, Jhon Durán, á bekknum.
Leon Bailey og Lucas Digne koma þá inn fyrir Amadou Onana og Ian Maatsen.
Alphonse Areola er í marki West Ham í dag og þá koma þeir Carlos Soler og Tomas Soucek inn fyrir Kostas Mavripanos og Guido Rodriguez.
Aston Villa: Martínez, Cash, Konsa, Mings, Digne, Ramsey, Kamara, Tielemans, Bailey, Watkins, Rogers.
West Ham: Areola, Coufal, Wan-Bissaka, Kilman, Cresswell, Emerson, Alvarez, Soucek, Soler, Paqueta, Kudus.
Athugasemdir