Chelsea hefur sett nýtt met í kvennaboltanum en félagið hefur keypt bandaríska varnarmanninn Naomi Girma fyrir metfé frá San Diego Wave.
Girma er 24 ára gömul og spilar stöðu miðvarðar en Emma Hayes, fyrrum þjálfari Chelsea og núverandi þjálfari bandaríska landsliðsins, hefur lýst henni sem besta varnarmanni sem hún augum barið.
Chelsea hefur nú staðfest komu hennar til félagsins en það greiðir 890 þúsund pund fyrir sem er nýtt heimsmet í kvennaboltanum og slær kaup Bay FC á Racheal Kundananji frá Madrid á síðasta ári, en hún kostaði 695 þúsund pund.
Girma skrifaði undir fjögurra og hálfs árs samning við Chelsea.
Þessi öfluga fótboltakona hefur spilað 44 landsleiki fyrir Bandaríkin og var meðal annars í liðinu sem vann gull á Ólympíuleikunum síðasta sumar.
Hún var þá valin besta fótboltakonan í Bandaríkjunum árið 2023 og því greinilegt að Chelsea er að fá algeran demant í varnarlínuna.
The moment the world has been waiting for. Naomi Girma in Chelsea blue. ???????? pic.twitter.com/1w8aSZTdfa
— Chelsea FC Women (@ChelseaFCW) January 26, 2025
Athugasemdir