Man Utd heldur áfram að reyna við Dorgu, Neymar er til í að fórna launum til að komast til Santos og Aston Villa hefur áhuga á varnarmanni Chelsea
   sun 26. janúar 2025 17:16
Ívan Guðjón Baldursson
Postecoglou: Fáum mikilvæga leikmenn til baka á næstu vikum
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Gengi Tottenham heldur áfram að versna er fleiri leikmenn liðsins bætast við meiðslalistann. Lærisveinar Ange Postecoglou töpuðu óvænt á heimavelli í dag gegn nýliðum Leicester City sem eru í harðri fallbaráttu.

Eftir þetta tap er Tottenham aðeins búið að næla sér í eitt stig úr síðustu sjö leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Liðið er í 15. sæti deildarinnar, með 24 stig eftir 23 umferðir.

„Þetta eru augljóslega mjög svekkjandi úrslit fyrir okkur en á sama tíma þá verð ég að hrósa mínum mönnum fyrir að hafa gert sitt besta í dag eins og alltaf. Þeir lögðu allt í sölurnar. Við stjórnuðum leiknum og sköpuðum nóg af færum til að sigra en töpuðum þrátt fyrir það," sagði Postecoglou að leikslokum.

„Við gerðum sjálfum okkur erfitt fyrir með því að gefa þeim tvö mörk og komumst ekki til baka eftir það þrátt fyrir að hafa átt færi til þess. Það er mikil andleg þreyta í leikmönnum, við erum á erfiðum stað og það er mikilvægt að halda haus. Við fáum mikilvæga leikmenn til baka úr meiðslum næstu vikurnar og það er allt sem hópurinn þarf. Við þurfum bara smá aðstoð. Strákarnir sem eru að koma aftur úr meiðslum munu mæta inn með sjálfstraustið í botni og það mun hjálpa öllum hópnum.

„Við erum með mjög flottan leikmannahóp sem á eftir að gera magnaða hluti í framtíðinni. Við erum langt frá því að vera þar sem við viljum á stöðutöflunni og ég átta mig á því að ég verð dæmdur fyrir það. Ég veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér, ég veit að það eru margir sem búast við því að ég verði rekinn en ég veit það ekki sjálfur. Mér líður vel hérna, ég finn fyrir miklum stuðningi frá leikmönnum og starfsfólki."


Postecoglou vonast til að vera áfram við stjórnvölinn hjá Tottenham þegar meiddu leikmennirnir byrja að koma til baka, en félaginu hefur ekki tekist að kaupa mikið af nýjum leikmönnum í janúarglugganum.
Athugasemdir
banner
banner
banner