Ítalski miðvörðurinn Giorgio Scalvini er í hópnum hjá Atalanta sem mætir nýliðum Parma í Seríu A á morgun tæpum sex mánuðum eftir að hafa slitið krossband.
Scalvini var magnaður með Atalanta á síðustu leiktíð er liðið vann Evrópudeildina.
Þessi tvítugi varnarmaður var valinn í úrtakshóp ítalska landsliðsins fyrir Evrópumótið í Þýskalandi en sleit krossband í síðasta leik tímabilsins með Atalanta og fór því ekki með á mótið.
Endurhæfing hans hefur gengið vonum framar en hann hefur verið valinn í hópinn hjá Atalanta gegn Parma á morgun og það aðeins tæpum sex mánuðum frá því hann sleit krossband.
Ítalskir fjölmiðlar tala um kraftaverk þegar þeir skrifa um endurkomu hans, en sem dæmi þá var spænski miðjumaðurinn Gavi frá í tíu mánuði er hann sleit krossband í leik með Barcelona í nóvember á síðasta ári.
Varnarmennirnir Eder Militao og Virgil van Dijk voru báðir frá í níu mánuði eftir þeirra meiðsli. Talað er um níu mánuði eftir aðgerð og má því segja að bati Scalvini sé kraftaverki líkast.
Torna @scalvinigio tra i convocati! ????
— Atalanta B.C. (@Atalanta_BC) November 22, 2024
Scalvini is back in the call-up! ????
powered by @intesasanpaolo | #ParmaAtalanta #GoAtalantaGo ?????? pic.twitter.com/TFWNp5Lyfa
Athugasemdir