Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   fös 22. nóvember 2024 21:12
Brynjar Ingi Erluson
Helgi Fróði kominn á blað í Hollandi - Lið Milosar ellefu stigum frá toppnum
Helgi Fróði skoraði sitt fyrsta mark fyrir Helmond
Helgi Fróði skoraði sitt fyrsta mark fyrir Helmond
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Stjörnumaðurinn Helgi Fróði Ingason skoraði fyrsta mark sitt í atvinnumennsku í kvöld er Helmond Sport tapaði fyrir Eindhoven FC, 4-3, í hollensku B-deildinni.

Helgi Fróði kom til Helmond í ágúst og hafði spilað tíu deildarleiki án þess að skora, en það breyttist í kvöld.

Hann minnkaði muninn í 2-1 á 49. mínútu aðeins nokkrum mínútum eftir að hann kom inn á. Anthony van den Hurk lagði boltann út á Helga sem skoraði með hnitmiðuðu skoti í hornið.

Helmond tapaði leiknum 4-3 og er nú komið niður í 5. sæti, fimm stigum frá toppnum.

Mikael Neville Anderson lék allan leikinn er AGF tapaði óvænt fyrir Nordsjælland, 1-0, í dönsku úrvalsdeildinni. AGF er á toppnum með 27 stig en mun líklega missa toppsætið eftir þessa umferð. Nordsjælland blandaði sér í toppbaráttuna en liðið er með 26 stig þegar liðin hafa spilað sextán leiki.

Milos Milojevic og lærisveinar hans í Al Wasl gerðu 2-2 jafntefli við Al Wahda í úrvalsdeildinni í Sameinuðu arabísku furstadæmunum.

Al Wasl, sem vann deildina undir stjórn Milosar á síðustu leiktíð, hefur farið illa af stað á þessu tímabili og er aðeins með 10 stig í 9. sæti, heilum ellefu stigum frá toppnum.

Liðið hefur að vísu ekki tapað í síðustu sex leikjum í öllum keppnum en það hefur vantað upp á að ná í sigra í deildinni. Síðasti sigurinn í deildinni kom gegn Al Nasr þann 21. september síðastliðinn.

Annars hefur gengið ágætlega í öðrum keppnum. Liðið er komið í 8-liða úrslit forsetabikarsins og er þá með 7 stig eftir fjóra leiki í Meistaradeild Asíu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner