Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   fös 22. nóvember 2024 20:11
Brynjar Ingi Erluson
Gunni Borg tekur við kvennaliði Selfoss (Staðfest)
Gunnar Borgþórsson, Jóhann Bjarnason og Trausti Rafn Björnsson fá það verðuga verkefni að koma Selfoss aftur upp
Gunnar Borgþórsson, Jóhann Bjarnason og Trausti Rafn Björnsson fá það verðuga verkefni að koma Selfoss aftur upp
Mynd: Selfoss
Gunnar Borgþórsson hefur verið ráðinn nýr þjálfari meistaraflokks kvenna hjá Selfossi en þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu í dag.

Það þarf ekki að kynna Gunnar fyrir Selfyssingum en hann hefur bæði þjálfað karla- og kvennalið félagsins.

Hann stýrði kvennaliðinu til 2015 og náði þar frábærum árangri.

Liðið hafnaði í 3. sæti á síðasta tímabili hans þar og komst þá tvö ár í röð í úrslit bikarsins.

Gunnar tók við karlaliðinu árið 2015 og var ráðinn yfirmaður knattspyrnumála, en hætti með liðið þremur árum síðar.

Hann er nú mættur aftur í brúna hjá kvennaliðinu og mun stýra liðinu á komandi leiktíð, samhliða því að sinna starfi sem yfirþjálfari knattspyrnudeildar.

Jóhann Bjarnason og Trausti Rafn Björnsson verða honum til aðstoðar. Jóhann hefur náð eftirtektarverðum árangri með 2. flokk kvenna og þá hefur Trausti gert góða hluti með yngri flokka Selfoss.

Þetta er ágætis áskorun sem þjálfarateymið fær en Selfoss féll niður um tvær deildir á tveimur tímabilum. Liðið spilaði í efstu deild árið 2023 en féll og þá féll liðið úr Lengjudeildinni eftir nýafstaðið tímabil.
Athugasemdir
banner
banner
banner