Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   fös 22. nóvember 2024 19:40
Brynjar Ingi Erluson
Ronaldo skoraði í tapi - Al Nassr sex stigum frá toppsætinu
Mynd: Getty Images
Cristiano Ronaldo skoraði 911. mark sitt á ferlinum er Al Nassr tapaði fyrir Al Qadisiya, 2-1, í sádi-arabísku úrvalsdeildinni í dag.

Portúgalinn skoraði eina mark liðsins á 32. mínútu eftir mikinn vandræðagang í teignum. Markvörður Al Qadisiya var í vandræðum með fyrirgjöf og fór svo að hann missti boltann út í teiginn á Ronaldo sem klippti boltann í netið.

Ronaldo er kominn með 16 mörk með félagsliði og landsliði á þessu tímabili.

Al Qadisiya jafnaði metin nokkrum mínútum eftir mark Ronaldo og þá gerði Pierre-Emerick Aubameyang sigurmark gestanna snemma í síðari hálfleiknum.

Al Nassr er í 3. sæti deildarinnar með 22 stig, sex stigum frá toppliði og ríkjandi meisturum í Al Hilal.


Athugasemdir
banner
banner
banner