Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   fös 22. nóvember 2024 19:34
Brynjar Ingi Erluson
Karólína áfram í bikarnum - Sara Björk án taps í síðustu fjórum leikjum
Karólína Lea er komin i 8-liða úrslit
Karólína Lea er komin i 8-liða úrslit
Mynd: Getty Images
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og stöllur hennar í Bayer Leverkusen eru komnar áfram í 8-liða úrslit þýska bikarsins eftir að hafa lagt Potsdam að velli, 1-0, í kvöld.

Sofie Zdebel skoraði eina mark leiksins þegar stundarfjórðungur var eftir.

Karólína var í byrjunarliði Leverkusen sem er komið áfram í 8-liða úrslit. Þeir leikir verða spilaðir í febrúar á næsta ári.

Sara Björk Gunnarsdóttir byrjaði hjá Al Qadisiya sem gerði 1-1 jafntefli við Al Hilal í sádi-arabísku úrvalsdeildinni.

Liðið er nú án taps í síðustu fjórum leikjum og situr í 6. sæti með 8 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner