Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   fös 22. nóvember 2024 20:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Alfreð getur farið tvær leiðir - „Þá myndi ég gera rosalega margt eins og hann"
Alfreð Finnbogason og Freyr Alexandersson.
Alfreð Finnbogason og Freyr Alexandersson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lyngby hélt sér uppi á ótrúlegan hátt tímabilið 2022/23.
Lyngby hélt sér uppi á ótrúlegan hátt tímabilið 2022/23.
Mynd: Getty Images
Þjálfari Kortrijk, Freyr Alexandersson, sagði frá því í Chess After Dark á dögunum að hann vonaðist eftir því, og hefði tilfinningu fyrir því, að hann myndi vinna aftur með Alfreð á ferlinum. Þeir unnu saman hjá Lyngby og þegar Freyr var aðstoðarþjálfari í landsliðinu. Freyr var ekki viss hvort hann vildi að Alfreð færi út í þjálfun eða myndi einbeita sér meira að stjórnun félaga.

Fótbolti.net ræddi við Alfreð í gær og var hann spurður út í ummæli Freysa.

„Ég er undirbúinn fyrir bæði, var að klára UEFA B-þjálfararéttindin í Wales um síðustu helgi. Ég hef menntað mig í 'sports management' og finnst ég tilbúinn að taka ákveðið skref þar. Ég held ég sé í góðri stöðu til að gera bæði. Eins og staðan er núna þá er ég kominn í starf hjá Breiðabliki sem tengist stjórn félagsins og framtíðarsýn. Það hefur hug minn og hjarta akkúrat núna," segir Alfreð.

„Ég veit ekkert um það, en ég vona að ég og Freysi munum vinna saman í framtíðinni. Ég fékk þann heiður að vinna með honum í eitt ár í Danmörku og fannst ógeðslega gaman að koma á hverjum degi í vinnuna og sjá hvernig hann tæklaði allt. Ég hugsaði að ef ég yrði þjálfari í framtíðinni þá myndi ég gera rosalega margt eins og hann er að gera."

„Ég vona innilega að ég fái einhvern tímann tækifæri til að vinna aftur með Freysa, við pössum vel saman, það hvernig við hugsum og gerum hlutina finnst mér virka mjög vel og ég átti frábæra tíma með honum. Hvort við vinnum saman, það verður að koma í ljós,"
segir Alfreð.
Athugasemdir
banner
banner
banner