Cunha færist nær Man Utd - Manchester liðin vilja Costa - Aston Villa íhugar að selja Ollie Watkins
Donni: Sigurmarkið var bara óvart
Sigurmarkið ekki „kúla beint í skeytin" - „Skot eins og Bríet segir örugglega sjálf"
Kristinn Aron: KR mikið betra en fyrir ári síðan
Óskar Hrafn: Framtíðin er sannarlega björt í Vesturbænum
Heimir: Þá missti hann bara tökin á leiknum
Már Ægis: Miklu betra að vera hérna heima
Rúnar: Helvítið hann Kristján Finnbogason þekkir allar vítaskyttur á landinu
Siggi Höskulds: Einhver mesti markaskorari sem ég hef séð í yngri flokkum
Fjórir leikmenn ÍR í páskafríi erlendis - „Með algjöru leyfi frá okkur"
Peter Jones með sitt fyrsta meistaraflokksmark: Þetta kemur ekki frá pabba
Halli Hróðmars: Mjög svekktur að hafa ekki getað spilað í Grindavík í dag
Adam Páls: Maður þarf að þroskast líka sem persóna
Alexander Rafn: Geðveikt að fá að læra af þessum leikmönnum
Eggert Gunnþór: Ríkjandi bikarmeistarar og við vissum alltaf að þetta yrði erfitt
Keppni sem okkur þykir vænt um - „Stefnum bara á Laugardalsvöll"
Jakob Gunnar skoraði gegn gömlu félögunum - „Skrítið en mjög skemmtilegt"
Hallgrímur Mar um innkomu Römer: Eins gott og það gat verið
Viktor Elmar: Er flottur leikmaður, þó ég segi sjálfur frá
Gunnar Már um fyrstu mánuðina: Þetta hefur verið brekka
Dóri Árna um Damir: Innan við eitt prósent líkur á því
   þri 26. mars 2024 16:02
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Wroclaw
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Icelandair
Birkir.
Birkir.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Svenni.
Svenni.
Mynd: Mummi Lú
Fótbolti.net ræddi við tvær Tólfur á leikdegi í Wroclaw. Þeir Svenni og Birkir fóru yfir stöðuna og vakti víkingahjálmurinn lukku hjá heimamönnum í Wroclaw.

„Við höfum aldrei prófað svona úrslitaleik, þetta verður geggjað," sagði Svenni.

Lestu um leikinn: Úkraína 2 -  1 Ísland

„Það þurfti að vera í flýti að fá frí í vinnu, en strax á fimmtudag byrjað að hugsa um þetta," sagði Birkir.

Birkir var með glæsilegan víkingahjálm á höfðinu og komu tveir gangandi til hans og báðu um mynd í miðju viðtali.

„Við erum ekkert margir hér endilega úr Tólfunni, en eins og við höfum alltaf talað um að ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni. Ef þú nennir að syngja og tralla eins og Bjarki Már Elísson gerði um daginn þá er hann bara Tólfa. Það eru allir í Tólfunni," sagði Svenni.

Birkir spáir 1-1 jafntefli og að Hákon Rafn Valdimarsson verði hetjan í vítaspyrnukeppni. Svenni vonast eftir 1-0 sigri og að Albert Guðmundsson skori markið. „Hitt er alltof mikið stress."
Athugasemdir
banner