
Fótbolti.net ræddi við tvær Tólfur á leikdegi í Wroclaw. Þeir Svenni og Birkir fóru yfir stöðuna og vakti víkingahjálmurinn lukku hjá heimamönnum í Wroclaw.
„Við höfum aldrei prófað svona úrslitaleik, þetta verður geggjað," sagði Svenni.
„Við höfum aldrei prófað svona úrslitaleik, þetta verður geggjað," sagði Svenni.
Lestu um leikinn: Úkraína 2 - 1 Ísland
„Það þurfti að vera í flýti að fá frí í vinnu, en strax á fimmtudag byrjað að hugsa um þetta," sagði Birkir.
Birkir var með glæsilegan víkingahjálm á höfðinu og komu tveir gangandi til hans og báðu um mynd í miðju viðtali.
„Við erum ekkert margir hér endilega úr Tólfunni, en eins og við höfum alltaf talað um að ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni. Ef þú nennir að syngja og tralla eins og Bjarki Már Elísson gerði um daginn þá er hann bara Tólfa. Það eru allir í Tólfunni," sagði Svenni.
Birkir spáir 1-1 jafntefli og að Hákon Rafn Valdimarsson verði hetjan í vítaspyrnukeppni. Svenni vonast eftir 1-0 sigri og að Albert Guðmundsson skori markið. „Hitt er alltof mikið stress."
Athugasemdir