PSG í baráttuna um Trent - Liverpool hefur áhuga á Dedic - Perez undirbýr stjóraskipti
„Ég fer að grenja að tala um það"
Dóri Árna: Ekki verið nálægt því að tapa síðan einhvern tímann í júní
Höskuldur: Þetta er epísk sögulína
Andri Rafn: Maður er náttúrulega bara í einhverjum graut eftir þetta
„Fannst við eiga að vinna stærra"
Aron Bjarna: Ennþá að meðtaka þetta
Sölvi Geir: Því miður féll þetta bara ekki með okkur
Damir: Við pökkuðum þeim bara saman
Davíð Ingvars: Það verður partý fram á nótt
„Tveir úrslitaleikir og núll titlar er ekki nógu gott"
Arnór Gauti svaraði Eyþóri Wöhler: Stórt shout á saununa í Lágó
Kiddi Steindórs: Stundum þarf vondi kallinn að sigra
Ísak Snær: Tvö tímabil tveir titlar, ekki slæm tölfræði."
Daníel Laxdal heiðraður sem goðsögn Stjörnunnar: Kom bara eitt lið til greina
Leifur niðurbrotinn eftir skell og fall: Mér líður hræðilega
Hilmar Árni heiðraður eftir síðasta leikinn: Þetta var tilfinningaríkt
Þórarinn Ingi: Ég ætla ekki að gefa út strax að maður sé hættur
Fjölskyldan kom Arnóri skemmtilega á óvart í kveðjuleiknum - „Ómetanlegt"
Jökull: Virkilega vel unnið hjá félaginu og geggjaðir stuðningsmenn
Finnur Orri: Ég verð ekki áfram hjá FH
   lau 26. október 2024 18:55
Brynjar Ingi Erluson
Brynjar Björn: Minntum menn á að það er gott að enda á jákvæðum nótum
Brynjar Björn Gunnarsson
Brynjar Björn Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Brynjar Björn Gunnarsson, aðstoðarþjálfari Fylkis, var ánægður með hvernig lið hans kláraði mótið, en liðið hafði 3-1 sigur gegn Vestra á Ísafirði í dag.

Lestu um leikinn: Vestri 1 -  3 Fylkir

Fylkir var þegar fallið niður um deild á meðan Vestri var að berjast fyrir lífi sínu.

Árbæingar fóru marki undir inn í hálfleikinn en komu í þann síðari og skoruðu þrjú mörk.

Brynjar var ánægður með frammistöðu liðsins og sagði tilfinninguna góða.

„Góð. Ánægður með að enda mótið á svona jákvæðum nótum og sérstaklega með laskað lið og hóp. Það var smá áskorun í því að koma með liðið hingað, á þessum tímapunkti og ekkert að keppa fyrir. Við spiluðum ágætis leik.“

„Við fórum aðeins yfir það í hálfleik og minntum menn á að það er gott að enda á jákvæðum nótum og taka það með sér inn í haustið,“
sagði Brynjar við Fótbolta.net.

Hann var einnig spurður út í stöðuna á Fylki og líkurnar á að liðið kæmist beint aftur upp.

„Akkúrat núna væru líkurnar góðar en svo veit maður ekki hvað á eftir að gerast í leikmannamálum næstu vikurnar. Einhverjir eru að renna út á samningi og Matthias Præst er að fara og þar fram eftir götunum. Það er erfitt að segja akkúrat núna hvernig hópurinn mun líta út eftir nokkra mánuði.“

Brynjar Björn verður ekki áfram í þjálfarateymi Fylkis. Árni Freyr Guðnason tekur við liðinu í næsta mánuði, en Brynjar mun skoða það betur næstu daga og vikur og sjá hvort það komi upp spennandi tækifæri annars staðar.

„Nei, ég verð ekki áfram hjá Fylki. Það er ljóst og kíkja svo bara á það næstu daga og vikur hvað verður næsta verkefni,“ sagði Brynjar í lokin.
Athugasemdir
banner