PSG í baráttuna um Trent - Liverpool hefur áhuga á Dedic - Perez undirbýr stjóraskipti
banner
   lau 26. október 2024 18:35
Kári Snorrason
Framtíð Ómars Inga óljós - Kominn með samningstilboð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
HK er fallið úr Bestu-deild karla. Liðið tapaði 7-0 gegn KR fyrr í dag. Ómar Ingi kom í viðtal við fótbolta.net eftir leik en vegna tæknilegra örðugleika er ekki hægt að sjá myndbandsupptöku af viðtalinu.

Lestu um leikinn: KR 7 -  0 HK

Ómar var eðlilega afar svekktur með úrslit dagsins enda HK liðið fallið.

Í stöðunni 1-0 fékk HK dæmda vítaspyrnu á sig og Þorsteinn Aron var rekinn af velli. Ómar var afar ósáttur við Ívar Orra, dómara leiksins og segir Ómar að menn ættu að hætta að giska á hvenær er brot og hvenær ekki.

Ómar er með samning til loka tímabilsins. Hann hefur fengið samningstilboð frá HK en er enn að íhuga það.

Að sögn Ómars fór öll einbeiting hans á KR-leikinn en hann er enn að hugsa sig um samningstilboð HK. Ómar segir það koma í ljós á næstu vikum hvað hann hyggst gera.



Besta-deild karla - Neðri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    KA 27 10 7 10 44 - 48 -4 37
2.    KR 27 9 7 11 56 - 49 +7 34
3.    Fram 27 8 6 13 38 - 49 -11 30
4.    Vestri 27 6 7 14 32 - 53 -21 25
5.    HK 27 7 4 16 34 - 71 -37 25
6.    Fylkir 27 5 6 16 32 - 60 -28 21
Athugasemdir