PSG í baráttuna um Trent - Liverpool hefur áhuga á Dedic - Perez undirbýr stjóraskipti
   lau 26. október 2024 17:41
Brynjar Ingi Erluson
Balotelli í læknisskoðun hjá Genoa á mánudag
Mynd: Getty Images
Mario Balotelli er að ganga í raðir Genoa á Ítalíu en hann mun gangast undir læknisskoðun á mánudag. Þetta segir ítalski blaðamaðurinn Gianluca Di Marzio.

Hinn uppátækjasami Balotelli hefur verið án félags síðan í sumar en þá yfirgaf hann tyrkneska félagið Adana Demirspor.

Undanfarna mánuði hefur hann verið orðaður við félög um allan heim en hann gat ekki hafnað tækifærinu að snúa aftur í Seríu A.

Di Marzio segir að Genoa hafi náð samkomulagi við Balotelli og heldur hann síðan í læknisskoðun á mánudag áður en hann skrifar undir.

Samningurinn mun gilda út tímabilið og mun hann þéna um 400-500 þúsund evrur.

Genoa á möguleika á að rifta ef Balotelli uppfyllir ekki ákveðin skilyrði samningsins.

Balotelli er 34 ára gamall og á 36 A-landsleiki að baki fyrir ítalska landsliðið. Genoa verður ellefta félagið sem hann mun spila með á ferlinum og það sjötta á Ítalíu.
Athugasemdir
banner
banner
banner