PSG í baráttuna um Trent - Liverpool hefur áhuga á Dedic - Perez undirbýr stjóraskipti
„Ég fer að grenja að tala um það"
Dóri Árna: Ekki verið nálægt því að tapa síðan einhvern tímann í júní
Höskuldur: Þetta er epísk sögulína
Andri Rafn: Maður er náttúrulega bara í einhverjum graut eftir þetta
„Fannst við eiga að vinna stærra"
Aron Bjarna: Ennþá að meðtaka þetta
Sölvi Geir: Því miður féll þetta bara ekki með okkur
Damir: Við pökkuðum þeim bara saman
Davíð Ingvars: Það verður partý fram á nótt
„Tveir úrslitaleikir og núll titlar er ekki nógu gott"
Arnór Gauti svaraði Eyþóri Wöhler: Stórt shout á saununa í Lágó
Kiddi Steindórs: Stundum þarf vondi kallinn að sigra
Ísak Snær: Tvö tímabil tveir titlar, ekki slæm tölfræði."
Daníel Laxdal heiðraður sem goðsögn Stjörnunnar: Kom bara eitt lið til greina
Leifur niðurbrotinn eftir skell og fall: Mér líður hræðilega
Hilmar Árni heiðraður eftir síðasta leikinn: Þetta var tilfinningaríkt
Þórarinn Ingi: Ég ætla ekki að gefa út strax að maður sé hættur
Fjölskyldan kom Arnóri skemmtilega á óvart í kveðjuleiknum - „Ómetanlegt"
Jökull: Virkilega vel unnið hjá félaginu og geggjaðir stuðningsmenn
Finnur Orri: Ég verð ekki áfram hjá FH
   lau 26. október 2024 18:46
Brynjar Ingi Erluson
Davíð Smári áfram með Vestra - „Því miður lak það í klefann hvernig staðan var í hinum leiknum“
Davíð Smári Lamude
Davíð Smári Lamude
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, segir tilfinninguna hafa verið súrsæta eftir að liðið tryggði áframhaldandi veru í Bestu deildinni þrátt fyrir að hafa tapað fyrir Fylki í lokaumferðinni í dag.

Lestu um leikinn: Vestri 1 -  3 Fylkir

Vestri og HK voru jöfn að stigum fyrir lokaumferðina en Vestri með töluvert betri markatölu.

Staðan var þannig að Vestri var að leiða með einu marki þegar gengið var til búningsherbergja, en á sama tíma var KR að slátra HK í Vesturbæ.

Þær upplýsingar láku inn í klefa Vestra í hálfleik, sem endaði síðan á að tapa fyrir Fylki, 3-1, á Ísafirði.

„Hún er pínu súr en markmiðinu er náð og heilt yfir erum við í deildinni út af okkur. Við náðum að halda okkur í deildinni út af góðri markatölu og okkar frammistöðu í sumar. Mér fannst við töluvert sterkari í fyrri hálfleik en alveg skelfilegir í seinni hálfleik.“

„Því miður lak það inn í klefann hvernig staðan var í hinum leiknum og það sem gerist er að við hættum. Mér þykir það leitt fyrir þá sem komu hingað til að horfa á fótboltaleik, en það voru líka svosem ytri aðstæður sem stjórnuðu því að þetta gat aldrei verið fótboltaleikur.“

„Hvað á maður að segja? Við náðum markmiðum okkar, höldum áfram og stefna á nýtt tímabil. Við þurfum að byrja á því strax,“
sagði Davíð Smári við Fótbolta.net.

Davíð var spurður út í mögulegar breytingar á hópnum en hann var lítið að spá í því á þessari stundu.

„Það verða einhverjar breytingar. Einhverjir sem eru að renna út á samning og annað, en það hefur ekkert verið rætt í augnablikinu. Það er bara að njóta þess í kvöld að hafa haldið sér í deildinni og svo þurfum við að taka fund sem allra fyrst til að vinna í næsta tímabili.“

Samningur Davíðs er út næsta ár og staðfesti í viðtalinu að hann mun halda áfram með Vestra.

„Ég veit ekki betur. Ég er með samning út næsta ár og býst við að vera hér áfram. Ég held að það séu flestir ánægðir með mín störf, þannig já ég verð áfram
Athugasemdir
banner
banner
banner