PSG í baráttuna um Trent - Liverpool hefur áhuga á Dedic - Perez undirbýr stjóraskipti
„Ég fer að grenja að tala um það"
Dóri Árna: Ekki verið nálægt því að tapa síðan einhvern tímann í júní
Höskuldur: Þetta er epísk sögulína
Andri Rafn: Maður er náttúrulega bara í einhverjum graut eftir þetta
„Fannst við eiga að vinna stærra"
Aron Bjarna: Ennþá að meðtaka þetta
Sölvi Geir: Því miður féll þetta bara ekki með okkur
Damir: Við pökkuðum þeim bara saman
Davíð Ingvars: Það verður partý fram á nótt
„Tveir úrslitaleikir og núll titlar er ekki nógu gott"
Arnór Gauti svaraði Eyþóri Wöhler: Stórt shout á saununa í Lágó
Kiddi Steindórs: Stundum þarf vondi kallinn að sigra
Ísak Snær: Tvö tímabil tveir titlar, ekki slæm tölfræði."
Daníel Laxdal heiðraður sem goðsögn Stjörnunnar: Kom bara eitt lið til greina
Leifur niðurbrotinn eftir skell og fall: Mér líður hræðilega
Hilmar Árni heiðraður eftir síðasta leikinn: Þetta var tilfinningaríkt
Þórarinn Ingi: Ég ætla ekki að gefa út strax að maður sé hættur
Fjölskyldan kom Arnóri skemmtilega á óvart í kveðjuleiknum - „Ómetanlegt"
Jökull: Virkilega vel unnið hjá félaginu og geggjaðir stuðningsmenn
Finnur Orri: Ég verð ekki áfram hjá FH
   lau 26. október 2024 17:31
Haraldur Örn Haraldsson
Hrannar Björn: Þurfum að læra að spila vel í tveimur keppnum á sama tíma
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

„Þetta var helvíti sætt, við ætluðum okkur að sækja þriðja bikarinn á þessu ári og við gerðum það." Sagði Hrannar Björn Steingrímsson eftir að liðið hans vann Fram 4-1 í loka leik tímabilsins í dag.


Lestu um leikinn: Fram 1 -  4 KA

„Ég myndi segja að við höfum verið sterkari aðilinn í kannski 60-70 mínútur. Fyrstu 20 mínúturnar í síðari hálfleik, eiginlega bara fram að því að við skorum þriðja markið, þá vorum við bara undir. Framarar settu góða pressu á okkur og gerðu það bara vel. Á sama tíma fannst mér við vera aðeins of sofandi og að hleypa þeim of auðveldlega inn í leikinn."

KA varð Bikarmeistari fyrr í haust og Hrannar er sammála því að það gerir þetta tímabil að virkilega framgangsríku tímabili.

„Tímabilið í fyrra, það var mikið talað um að það hafi verið vonbrigðartímabil hjá KA. En á sama tíma förum við í bikarúrslit í fyrsta skiptið í 20 ár og förum í 3 umferðir í Evrópu og lendum í 7. sæti. Jú auðvitað viljum við enda ofar í deildinni en heilt yfir á síðasta tímabili, bara mjög gott tímabil. Ég myndi segja að tímabilið í ár sé eiginlega bara ennþá betra þó við endum líka í 7. sæti núna. En við erum með bikartitil í farteskinu og svo auðvitað líka tvo litla bikara fyrst þú nefnir þrennuna. Heilt yfir í sumar, árangurinn, bara ógeðslega ánægður með hann. En að sjálfsögðu horfir maður til baka á byrjun tímabilsins þar sem ef við hefðum bara spilað eðlilega í byrjun þá hefðum við alltaf verið í þessum efri hluta. Við vitum það, og við erum með getuna í það. Þannig að nú þurfum við kannski bara að læra að spila vel í tveimur keppnum á sama tíma. Þetta truflaði kannski aðeins deildina í fyrra að vera í Evrópu og bikarnum á sama tíma. Svo förum við alla leið í bikarnum í ár, ekki að það hafi komið niður á deildinni því við byrjuðum mjög illa í deildinni. Við vissum að við myndum vakna, og við gerðum það en kannski bara aðeins of seint. En við förum bara í efri hlutan á næsta ári."

Hrannar kemur frá Húsavík og ólst upp með sínu heimafélagi Völsungi. Þeir eru komnir í Lengjudeildinni og margir hafa velt fyrir sér hvort Hrannar fari heim.

„Það er bara ekkert undir mig komið. Ég er samningsbundinn, ég á eitt ár eftir af samning. Völsungur þarf þá bara að kaupa mig, þeir mega þá bara henda inn tilboði á KA, síminn hjá Sævari er alltaf opinn. Ég verð eitt tímabil að minnsta kosti í viðbót hjá KA, það er pottþétt."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner