PSG í baráttuna um Trent - Liverpool hefur áhuga á Dedic - Perez undirbýr stjóraskipti
banner
   lau 26. október 2024 17:12
Brynjar Ingi Erluson
Þýskaland: Dortmund tapaði í Augsburg - Leipzig á toppinn
Augsburg vann Dortmund
Augsburg vann Dortmund
Mynd: EPA
Lois Openda skoraði fyrir Leipzig
Lois Openda skoraði fyrir Leipzig
Mynd: EPA
Augsburg vann óvæntan 2-1 sigur á Borussia Dortmund í áttundu umferð þýsku deildarinnar í dag.

Dortmund fékk draumabyrjun í leiknum er Donyell Malen kom liðinu í forystu eftir tæpar fjórar mínútur. Franski sóknartengiliðurinn Alexis Claude-Maurice jafnaði metin á 25. mínútu og gerði síðan sigurmarkið í byrjun síðari.

Hann kom til Augsburg frá Nice í sumar en hann er kominn með þrjú mörk í þremur deildarleikjum á tímabilinu.

Stuttgart lagði Holsten Kiel að velli, 2-1. Deniz Undav og El Bilal Toure komu heimamönnum í tveggja marka forystu. Jeff Chabot, leikmaður Stuttgart, var rekinn af velli stuttu eftir annað mark liðsins og tókst Holsten að minnka muninn í 2-1 þegar sex mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma.

Fiete Arp, sóknarmaður Holsten, var sendur í sturtu á 88. mínútu sem gerði út um vonir gestanna.

RB Leipzig hafði þá betur gegn Freiburg, 3-1. Liðið lenti undir snemma leiks en Leipzig snéri við taflinu í þeim síðari með tveimur mörkum frá varnarmönnunum, þeim Willi Orban og Lutsharel Geertruida áður en Lois Openda gulltryggði sigurinn.

Leipzig fer á toppinn með sigrinum en liðið er með 20 stig, þremur meira en Bayern sem er í öðru sæti.

Stuttgart 2 - 1 Holstein Kiel
1-0 Deniz Undav ('19 )
2-0 El Bilal Toure ('61 )
2-1 Armin Gigovic ('84 )
Rautt spjald: ,Jeff Chabot, Stuttgart ('66)Fiete Arp, Holstein Kiel ('88)

RB Leipzig 3 - 1 Freiburg
0-1 Ritsu Doan ('15 )
1-1 Willi Orban ('47 )
2-1 Lutsharel Geertruida ('58 )
3-1 Lois Openda ('79 )

Augsburg 2 - 1 Borussia D.
0-1 Donyell Malen ('4 )
1-1 Alexis Claude-Maurice ('25 )
2-1 Alexis Claude-Maurice ('50 )
Rautt spjald: Almugera Kabar, Borussia D. ('90)

St. Pauli 0 - 0 Wolfsburg
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 8 6 2 0 29 7 +22 20
2 RB Leipzig 8 6 2 0 14 3 +11 20
3 Leverkusen 8 4 3 1 20 15 +5 15
4 Union Berlin 8 4 3 1 9 5 +4 15
5 Freiburg 8 5 0 3 13 11 +2 15
6 Eintracht Frankfurt 8 4 2 2 16 12 +4 14
7 Dortmund 8 4 1 3 15 14 +1 13
8 Stuttgart 8 3 3 2 17 16 +1 12
9 Werder 8 3 3 2 14 16 -2 12
10 Heidenheim 8 3 1 4 12 11 +1 10
11 Gladbach 8 3 1 4 11 13 -2 10
12 Augsburg 8 3 1 4 12 19 -7 10
13 Mainz 8 2 3 3 12 13 -1 9
14 Wolfsburg 8 2 2 4 15 16 -1 8
15 Hoffenheim 8 2 2 4 13 17 -4 8
16 St. Pauli 8 1 2 5 5 11 -6 5
17 Holstein Kiel 8 0 2 6 10 23 -13 2
18 Bochum 8 0 1 7 7 22 -15 1
Athugasemdir
banner
banner