Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
   sun 22. desember 2024 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
Ramsdale hélt hreinu í sérstökum hanska með fjóra fingur
Mynd: Getty Images
Southampton er í harðri baráttu á botni ensku úrvalsdeildarinnar með 6 stig eftir 17 umferðir, eftir að hafa gert markalaust jafntefli við Fulham í dag.

Fulham var sterkari aðilinn en tókst ekki að skora framhjá Aaron Ramsdale sem átti frábæran leik og var valinn besti leikmaður vallarins í einkunnagjöf Sky Sports.

Þetta er fyrsti leikurinn sem Ramsdale spilar síðan 9. nóvember en Southampton fékk 17 mörk á sig í 6 leikjum án Ramsdale sem var puttabrotinn.

Ramsdale er ekki búinn að ná fullum bata eftir brotið en varði þó mark Southampton í dag og bjargaði stigi gegn Fulham, en hann spilaði í sérstökum markmannshanska sem er aðeins með fjóra fingur. Hann gerði það til að skýla meidda puttanum.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 16 12 3 1 37 16 +21 39
2 Chelsea 17 10 5 2 37 19 +18 35
3 Arsenal 17 9 6 2 34 16 +18 33
4 Nott. Forest 17 9 4 4 23 19 +4 31
5 Bournemouth 17 8 4 5 27 21 +6 28
6 Aston Villa 17 8 4 5 26 26 0 28
7 Man City 17 8 3 6 29 25 +4 27
8 Newcastle 17 7 5 5 27 21 +6 26
9 Fulham 17 6 7 4 24 22 +2 25
10 Brighton 17 6 7 4 27 26 +1 25
11 Tottenham 17 7 2 8 39 25 +14 23
12 Brentford 17 7 2 8 32 32 0 23
13 Man Utd 17 6 4 7 21 22 -1 22
14 West Ham 17 5 5 7 22 30 -8 20
15 Everton 16 3 7 6 14 21 -7 16
16 Crystal Palace 17 3 7 7 18 26 -8 16
17 Leicester 17 3 5 9 21 37 -16 14
18 Wolves 17 3 3 11 27 40 -13 12
19 Ipswich Town 17 2 6 9 16 32 -16 12
20 Southampton 17 1 3 13 11 36 -25 6
Athugasemdir
banner
banner
banner