Glódís Perla Viggósdóttir, Sveindís Jane Jónsdóttir, Albert Guðmundsson og Orri Steinn Óskarsson eru öll á topp tíu listanum yfir íþróttamann ársins á Íslandi fyrir árið 2024.
Athöfnin verður þann 4. janúar og þá kemur í ljós hver verður íþróttamaður ársins en Glódís verður að teljast mjög sigurstrangleg.
Glódís Perla varð í 22. sæti í Ballon d'Or kjörinu, efst allra miðvarða. Hún er fyrirliði Bayern München sem varð Þýskalandsmeistari á árinu og þá er hún lykilmaður í íslenska landsliðinu sem komst á EM í Sviss.
Íslenska kvennalandsliðið kemur til greina sem lið ársins og Arnar Gunnlaugsson sem þjálfari ársins.
Athöfnin verður þann 4. janúar og þá kemur í ljós hver verður íþróttamaður ársins en Glódís verður að teljast mjög sigurstrangleg.
Glódís Perla varð í 22. sæti í Ballon d'Or kjörinu, efst allra miðvarða. Hún er fyrirliði Bayern München sem varð Þýskalandsmeistari á árinu og þá er hún lykilmaður í íslenska landsliðinu sem komst á EM í Sviss.
Íslenska kvennalandsliðið kemur til greina sem lið ársins og Arnar Gunnlaugsson sem þjálfari ársins.
Topp 10 í stafrófsröð
Albert Guðmundsson – fótbolti
Anton Sveinn McKee – sund
Ásta Kristinsdóttir – fimleikar
Eygló Fanndal Sturludóttir – ólympískar lyftingar
Glódís Perla Viggósdóttir – fótbolti
Orri Steinn Óskarsson – fótbolti
Ómar Ingi Magnússon – handbolti
Snæfríður Sól Jórunnardóttir – sund
Sóley Margrét Jónsdóttir – kraftlyftingar
Sveindís Jane Jónsdóttir – fótbolti
Topp 3 lið í stafrófsröð
Ísland fótbolti kvenna
Ísland hópfimleikar kvenna
Valur handbolti karla
Topp 3 þjálfari í stafrófsröð
Arnar Gunnlaugsson
Óskar Bjarni Óskarsson
Þórir Hergeirsson
Athugasemdir