Liverpool reynir við Pedro næsta sumar - PSG til í að opna veskið fyrir Isak - Nico Williams eftirsóttur
   mán 23. desember 2024 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Gayle leggur skóna á hilluna eftir tímabilið
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Framherjinn Dwight Gayle hefur tilkynnt að hann mun leggja fótboltaskóna á hilluna eftir þetta tímabil með Hibernians í skoska boltanum.

Gayle er 35 ára gamall og er íslenskum fótboltaaðdéndum kunnur eftir að hafa leikið með Crystal Palace og Newcastle United í ensku úrvalsdeildinni.

Gayle skoraði 26 mörk í 145 leikjum í úrvalsdeildinni og var enn duglegri að raða inn mörkunum í Championship þar sem hann var meðal bestu framherja. Hann skoraði tvö fræg mörk þegar hann kom inn af bekknum á úrvalsdeildartímabilinu 2013-14. Mörkin skoraði hann gegn Liverpool og kom þannig í veg fyrir að Liverpool ynni enska úrvalsdeildartitilinn undir stjórn Brendan Rodgers tímabilið 2013-14.

Í dag leikur Gayle með Hibernians og hefur skorað tvö mörk í níu leikjum fyrir félagið.

„Líkaminn minn er byrjaður að brotna og það lítur allt út fyrir að ég leggi skóna á hilluna eftir þetta tímabil. Mér finnst mjög pirrandi að geta ekki hjálpað liðinu eins og ég vill og ef þetta heldur svona áfram mun ég hætta," segir Gayle, sem er kominn langt á veg með þjálfaragráðurnar sínar og hefur þegar lokið UEFA B þjálfaraprófi.

„Það er mjög pirrandi að vera ekki jafn snöggur eða kraftmikill og áður. Svo er maður mikið lengur að ná sér á milli leikja. Ég elska fótbolta og ég geri mitt besta til að hjálpa liðinu, en mér er byrjað að líða eins og ég geri ekki nóg fyrir liðið og það er glötuð tilfinning. Ég væri til í að spila fótbolta að eilífu en það er ekki hægt, líkaminn neitar. Ég vil ekki eyðileggja líkamann minn meira en ég hef nú þegar gert, ég vil geta leikið við börnin mín út í garði án þess að finna fyrir verkjum."
Athugasemdir
banner
banner