Lens 1 - 1 PSG
1-0 Abdukodir Khusanov ('66)
1-1 Goncalo Ramos ('70)
3-4 í vítaspyrnukeppni
1-0 Abdukodir Khusanov ('66)
1-1 Goncalo Ramos ('70)
3-4 í vítaspyrnukeppni
Lens og Paris Saint-Germain tókust við í 64-liða úrslitum franska bikarsins í kvöld og var búist við þægilegum sigri PSG.
Sú varð hins vegar ekki raunin þar sem staðan var markalaus fyrsta klukkutíma leiksins. Leikurinn var nokkuð opinn og fjörugur þar sem PSG fékk hættulegri færi en Lens fékk einnig góð færi til að skora og voru það heimamenn sem tóku forystuna á 66. mínútu.
Varnarmaðurinn öflugi Abdukodir Khusanov skoraði þá eftir hornspyrnu, en fjórum mínútum síðar voru gestirnir frá París búnir að jafna. Goncalo Ramos nýtti sér varnarmistök til að skora jöfnunarmarkið á 70. mínútu.
Meira var ekki skorað í venjulegum leiktíma og því var gripið til vítaspyrnukeppni, þar sem bæði lið skoruðu úr þremur fyrstu spyrnunum sínum. Þá tóku heimamenn að klúðra og klúðruðu þeir tveimur síðustu spyrnunum sínum til að tapa 3-4.
Vitinha, Goncalo Ramos, Ousmane Dembélé og Bradley Barcola skoruðu úr vítaspyrnum PSG, sem mætir utandeildaliði Espaly í næstu umferð.
Athugasemdir