Liverpool reynir við Pedro næsta sumar - PSG til í að opna veskið fyrir Isak - Nico Williams eftirsóttur
banner
   mán 23. desember 2024 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía í dag - Heimaleikir hjá Fiorentina og Inter
Mynd: EPA
Tveir síðustu leikir ítalska boltans fyrir jólafrí fara fram í kvöld þegar Fiorentina og Inter eiga heimaleiki gegn Udinese og Como.

Albert Guðmundsson er byrjaður að spila með Fiorentina eftir meiðsli og verður áhugavert að fylgjast með hvort hann fái tækifæri með byrjunarliðinu gegn Udinese.

Fiorentina er að eiga gott tímabil í ítölsku deildinni og getur jafnað Inter og Lazio á stigum í 3.-4. sæti deildarinnar með sigri. Andstæðingar þeirra í liði Udinese eru um miðja deild, með 20 stig eftir 16 umferðir.

Inter er þremur stigum fyrir ofan Fiorentina í toppbaráttunni og taka Ítalíumeistararnir ríkjandi á móti nýliðum Como, sem eru í neðri hlutanum með 15 stig.

Inter þarf sigur til að halda í við Atalanta og Napoli í toppbaráttunni.

Leikir dagsins:
17:30 Fiorentina - Udinese
19:45 Inter - Como
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Atalanta 17 13 1 3 42 19 +23 40
2 Napoli 17 12 2 3 26 12 +14 38
3 Inter 15 10 4 1 40 15 +25 34
4 Lazio 17 11 1 5 32 24 +8 34
5 Fiorentina 15 9 4 2 28 11 +17 31
6 Juventus 17 7 10 0 28 13 +15 31
7 Bologna 16 7 7 2 23 18 +5 28
8 Milan 16 7 5 4 25 16 +9 26
9 Udinese 16 6 2 8 19 25 -6 20
10 Roma 17 5 4 8 23 23 0 19
11 Empoli 17 4 7 6 16 19 -3 19
12 Torino 17 5 4 8 17 22 -5 19
13 Genoa 17 3 7 7 14 26 -12 16
14 Lecce 17 4 4 9 11 29 -18 16
15 Parma 17 3 6 8 23 33 -10 15
16 Como 16 3 6 7 18 28 -10 15
17 Verona 17 5 0 12 21 40 -19 15
18 Cagliari 17 3 5 9 16 28 -12 14
19 Venezia 17 3 4 10 17 30 -13 13
20 Monza 17 1 7 9 15 23 -8 10
Athugasemdir
banner
banner
banner