Þremur síðustu leikjum dagsins er lokið í spænska boltanum þar sem Villarreal skoraði fimm mörk á útivelli gegn Leganés.
Heimamenn í liði Leganés tók forystuna í tvígang í fyrri hálfleik en í bæði skiptin tókst Thierno Barry að jafna.
Oscar Rodríguez fékk svo að líta beint rautt spjald á 58. mínútu í liði heimamanna og fullkomnaði Barry þrennuna sína skömmu síðar til að taka forystuna fyrir Villarreal í fyrsta sinn í leiknum.
Staðan hélst 2-3 allt þar til á lokakaflanum þegar Jorge Saenz fékk annað rauða spjaldið í liði Leganés. Heimamenn voru því níu eftir gegn ellefu andstæðingum og börðust hetjulega en tókst ekki að gera jöfnunarmark.
Þess í stað bætti Villarreal við forystuna með tveimur mörkum í uppbótartíma og urðu lokatölur 5-2 fyrir gestina.
Villarreal er í fimmta sæti eftir þennan sigur, með 30 stig úr 18 leikjum. Leganés er í fallbaráttu með 18 stig.
Las Palmas lagði þá Espanyol að velli þökk sé sigurmarki frá Sandro Ramírez, fyrrum framherja Everton. Las Palmas er búið að sigra þrjá af síðustu fjórum deildarleikjum sínum og er komið með 22 stig - sjö stigum fyrir ofan Espanyol í fallsæti.
Að lokum gerðu Real Betis og Rayo Vallecano jafntefli, 1-1, þar sem Isco skoraði mark Betis úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik áður en Isi Palazón jafnaði skömmu eftir leikhlé.
Þrjú stig skilja Betis og Vallecano að um miðja deild, þar sem Betis er með 25 stig og Vallecano 22.
Leganes 2 - 5 Villarreal
1-0 Seydouba Cisse ('6 )
1-1 Thierno Barry ('16 )
2-1 Daniel Raba ('33 , víti)
2-2 Thierno Barry ('45 , víti)
2-3 Thierno Barry ('65 )
2-4 Gerard Moreno ('92 , víti)
2-5 Pau Cabanes ('98 )
Rautt spjald: Oscar Rodriguez, Leganes ('58)
Rautt spjald: Jorge Saenz, Leganes ('77)
Las Palmas 1 - 0 Espanyol
1-0 Sandro Ramirez ('67 )
Betis 1 - 1 Rayo Vallecano
1-0 Isco ('37 , víti)
1-1 Isi Palazon ('51 )
Athugasemdir