Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
   sun 22. desember 2024 23:30
Ívan Guðjón Baldursson
Truflaði mínútuþögn: Burt með nasista!
Mynd: Getty Images
Varalið Stuttgart heimsótti RW Essen í fallbaráttu þriðju efstu deild þýska boltans í gær, laugardag, og var haldin mínútuþögn fyrir upphafsflautið til að minnast fórnarlambanna í Magdeburg.

Þar keyrði óður maður inn á jólamarkað, særði hundruði manns og drap fimm áður en hann var stöðvaður af lögreglu. Komið hefur fram að maðurinn er læknir frá Sádi-Arabíu sem hefur verið búsettur í Þýskalandi í meira en áratug, en málið er ekki rannsakað sem hryðjuverk.

Þegar mínútuþögnin á leik Essen gegn Stuttgart II hófst ákvað einn áhorfandinn að kalla af öllum mætti: „Þýskaland fyrir Þjóðverja!" sem er vinsælt slagorð þeirra sem vilja senda innflytjendur aftur til sinna upprunalanda.

Restin af leikvanginum tók ekki vel í þetta hróp frá stuðningsmanninum og eftir nokkrar sekúndur af bauli tóku áhorfendur að syngja: „Burt með nasistann!"

Before the match between Rot-Weiss Essen vs VfB Stuttgart II a minute of silence for the victims of the Christmas market attack in Magdeburg was disturbed by a spectator yelling "Deutschland den Deutschen" (Germany for Germans). The stadion promptly responds with "Nazis raus!" (Nazis out) chants.
byu/SkeletonBound insoccer

Athugasemdir
banner
banner