Davíð Þór Ásbjörnsson er hættur hjá Fylki en þetta staðfesti Helgi Sigurðsson þjálfari liðsins í samtali við Fótbolta.net.
Davíð Þór lék 13 mínútur með Fylki í 1. umferð Pepsi Max-deildarinnar en hefur síðan ekkert leikið með liðinu í deildinni síðan þá.
Davíð Þór lék 13 mínútur með Fylki í 1. umferð Pepsi Max-deildarinnar en hefur síðan ekkert leikið með liðinu í deildinni síðan þá.
„Eins og staðan er þá er hann ekki að æfa með okkur. Að öllum líkindum er hann hættur," sagði Helgi Sigurðsson sem er ekki að búast við að hann spili eitthvað meira með liðinu í sumar.
Davíð hefur leikið með Fylki allan sinn feril fyrir utan tvö sumur með Þrótti sumrin 2015 og 2016.
Hann á að baki 111 meistaraflokksleiki hér á landi auk 15 unglingalandsleiki. Í gær greindum við frá því að eistneski sóknarmaðurinn Tristan Koskor væri einnig hættur hjá Fylki.
Athugasemdir