Cunha orðaður við þrjú félög - Garnacho til Chelsea? - Sjö á óskalistum Amorim - Hvað verður um Rashford? - Chelsea vill risaupphæð
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
Atli Þór í skýjunum: Víkingur var eina liðið sem ég hafði auga á
Alex er kominn heim: Mig langaði að fara í bláu treyjuna aftur
Benoný stýrði víkingaklappinu með stuðningsmönnum eftir fyrsta leikinn sinn
Stígur út úr þægindarrammanum og fer norður - „Nú fer ég og kíki í mat til hennar"
Hákon segir allt risastórt hjá Lille - „Vinur minn vill að ég taki Nunez treyjuna"
Glódís Perla: Ótrúlega dýrmætt og mun aldrei gleyma því
Kominn heim eftir dvöl í Portúgal og á Ítalíu - „Er enn með stóra drauma"
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
   lau 29. júlí 2023 16:48
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kaplakrikavelli
Breiðablik bætir meira við sig fyrir toppbaráttuna - „Hún er komin heim"
Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks.
Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sólveig í leik með Val gegn Breiðabliki í fyrra.
Sólveig í leik með Val gegn Breiðabliki í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Blikar gerðu 1-1 jafntefli við FH í dag.
Blikar gerðu 1-1 jafntefli við FH í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er svekktur með þessi úrslit. Við viljum auðvitað vinna okkar leiki og við leggjum upp með það, en við gerðum okkur erfitt fyrir í dag," sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks, eftir 1-1 jafntefli gegn FH í Bestu deild kvenna í dag.

Lestu um leikinn: FH 1 -  1 Breiðablik

„Við byrjuðum akkúrat eins og við ætluðum ekki að byrja, vitandi að það er kraftur alltaf í FH í byrjun. Við vorum ekki búnar að átta okkur á því að þetta væri komið í gang fyrr en við vorum komnar 1-0 undir. Hrós að ná að jafna fyrir hlé. Seinni hálfleikur var barningur í báðar áttir. Við vorum ívið líklegri en það var ekki mikið af afgerandi færum."

„Svona er þetta bara, ef þú byrjar á því að gefa mark þá getur þetta verið erfitt."

Breiðablik fékk fjölda færa í fyrri hálfleik en tókst ekki að nýta þau.

„Svarið var gott í fyrri hálfleiknum og þar voru augnablik til að koma algjörlega til baka. Ég verð að hrósa stelpunum fyrir það," sagði Ásmundur en þetta eru afar svekkjandi úrslit fyrir Blika sem eru í harðri baráttu við Valskonur um Íslandsmeistaratitilinn.

Breiðablik frumsýndi nýjan leikmann í dag, Linli Tu. Var Ási sáttur með hennar frammistöðu?

„Hún stóð sig fínt. Það er eðlilegt að það taki smá tíma að slípast með liðinu. Hún er vinnusamur leikmaður, með góða tækni, með góða útsjónarsemi, hún les leikinn vel, er með góðar sendingar og slúttar vel. Hún stóð sig vel í dag. Við erum með fullt af góðum leikmönnum og það er alltaf hægt að ræða það hvernig liðið á að vera en okkur fannst þetta rétt í stöðunni."

Hún er komin heim
Breiðablik ætlar að fá fleiri leikmenn til sín en Linli Tu í glugganum. Sólveig Jóhannesdóttir Larsen er búin að skrifa undir samning við Breiðablik en Ási staðfesti þetta í samtali við Fótbolta.net. Sólveig valdi á milli Breiðabliks og Vals og það var útlit fyrir það á tímapunkti að hún færi á Hlíðarenda, en hún valdi að lokum Kópavoginn.

„Ég held að það hafi verið gengið frá því í gær. Hún er komin heim," sagði Ásmundur en Sólveig var síðast á mála hjá Örebro í Svíþjóð.

„Við erum að missa fjóra leikmenn út í háskólaboltann og við þurfum að skoða það að fylla inn í hópinn fyrir það."

Eins og áður segir þá er Breiðablik í harðri baráttu við Val um efsta sæti deildarinnar. „Við horfum fyrst og fremst á okkar lið. Við reynum hvern einasta leik og ef það tekst þá vinnum við þetta. Við horfum á þetta þannig. Það er fullt af góðum liðum í þessari deild og fullt af leikjum eftir. Við þurfum að taka einn leik í einu," sagði þjálfari Blika að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner