Man City leiðir baráttuna um Gibbs-White - Chelsea hefur áhuga á Gyökeres - Watkins til Liverpool?
Eggert Gunnþór: Ríkjandi bikarmeistarar og við vissum alltaf að þetta yrði erfitt
Keppni sem okkur þykir vænt um - „Stefnum bara á Laugardalsvöll"
Jakob Gunnar skoraði gegn gömlu félögunum - „Skrítið en mjög skemmtilegt"
Hallgrímur Mar um innkomu Römer: Eins gott og það gat verið
Viktor Elmar: Er flottur leikmaður, þó ég segi sjálfur frá
Gunnar Már um fyrstu mánuðina: Þetta hefur verið brekka
Dóri Árna um Damir: Innan við eitt prósent líkur á því
Rúnar Páll: Ég ætlaði að taka mér pásu frá þjálfun
Haukur Andri: Maður ætlar sér klárlega aftur út
Ian Jeffs: Meira svekktur með frammistöðuna en úrslitin
Viktor Jóns: Ég elskaði að spila með Hinriki
Bjarni Jó: Bara eitt Hafnarfjarðarlið eftir
Vildi koma aftur í KA: Félag á uppleið og gaman að vera hluti af því
Marcel Römer: Þarf ekki að hafa áhyggjur af mér, ég er með þetta allt í höfðinu
Eru eins og fjölskylda í Ólafsvík - „Elska þetta land"
Gylfi: Þeir áttu þetta bara skilið
Brynjar Árna: Erfitt en gaman að máta sig við þá
Oliver Heiðars: Sætt að kasta þeim út og hefna mín aðeins
Magnús Már: Gaman að sjá hann leggja upp á yngri bróður sinn
Elmar Cogic: Sagði við hann fyrir leik að hann myndi skora
   lau 29. júlí 2023 16:48
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kaplakrikavelli
Breiðablik bætir meira við sig fyrir toppbaráttuna - „Hún er komin heim"
Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks.
Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sólveig í leik með Val gegn Breiðabliki í fyrra.
Sólveig í leik með Val gegn Breiðabliki í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Blikar gerðu 1-1 jafntefli við FH í dag.
Blikar gerðu 1-1 jafntefli við FH í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er svekktur með þessi úrslit. Við viljum auðvitað vinna okkar leiki og við leggjum upp með það, en við gerðum okkur erfitt fyrir í dag," sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks, eftir 1-1 jafntefli gegn FH í Bestu deild kvenna í dag.

Lestu um leikinn: FH 1 -  1 Breiðablik

„Við byrjuðum akkúrat eins og við ætluðum ekki að byrja, vitandi að það er kraftur alltaf í FH í byrjun. Við vorum ekki búnar að átta okkur á því að þetta væri komið í gang fyrr en við vorum komnar 1-0 undir. Hrós að ná að jafna fyrir hlé. Seinni hálfleikur var barningur í báðar áttir. Við vorum ívið líklegri en það var ekki mikið af afgerandi færum."

„Svona er þetta bara, ef þú byrjar á því að gefa mark þá getur þetta verið erfitt."

Breiðablik fékk fjölda færa í fyrri hálfleik en tókst ekki að nýta þau.

„Svarið var gott í fyrri hálfleiknum og þar voru augnablik til að koma algjörlega til baka. Ég verð að hrósa stelpunum fyrir það," sagði Ásmundur en þetta eru afar svekkjandi úrslit fyrir Blika sem eru í harðri baráttu við Valskonur um Íslandsmeistaratitilinn.

Breiðablik frumsýndi nýjan leikmann í dag, Linli Tu. Var Ási sáttur með hennar frammistöðu?

„Hún stóð sig fínt. Það er eðlilegt að það taki smá tíma að slípast með liðinu. Hún er vinnusamur leikmaður, með góða tækni, með góða útsjónarsemi, hún les leikinn vel, er með góðar sendingar og slúttar vel. Hún stóð sig vel í dag. Við erum með fullt af góðum leikmönnum og það er alltaf hægt að ræða það hvernig liðið á að vera en okkur fannst þetta rétt í stöðunni."

Hún er komin heim
Breiðablik ætlar að fá fleiri leikmenn til sín en Linli Tu í glugganum. Sólveig Jóhannesdóttir Larsen er búin að skrifa undir samning við Breiðablik en Ási staðfesti þetta í samtali við Fótbolta.net. Sólveig valdi á milli Breiðabliks og Vals og það var útlit fyrir það á tímapunkti að hún færi á Hlíðarenda, en hún valdi að lokum Kópavoginn.

„Ég held að það hafi verið gengið frá því í gær. Hún er komin heim," sagði Ásmundur en Sólveig var síðast á mála hjá Örebro í Svíþjóð.

„Við erum að missa fjóra leikmenn út í háskólaboltann og við þurfum að skoða það að fylla inn í hópinn fyrir það."

Eins og áður segir þá er Breiðablik í harðri baráttu við Val um efsta sæti deildarinnar. „Við horfum fyrst og fremst á okkar lið. Við reynum hvern einasta leik og ef það tekst þá vinnum við þetta. Við horfum á þetta þannig. Það er fullt af góðum liðum í þessari deild og fullt af leikjum eftir. Við þurfum að taka einn leik í einu," sagði þjálfari Blika að lokum.
Athugasemdir