Chelsea blandar sér í baráttu við Arsenal um Isak - Real Madrid hyggst lána eftirsóttan Guler - Mourinho ekki að reyna við Ronaldo
banner
   mið 29. september 2021 15:10
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Belgísk landsliðskona í Breiðablik (Staðfest)
Mynd: Playmakerstats
Alexandra Soree, sem kölluð er Zandy Soree, hefur fengið leikheimild með Breiðabliki og getur spilað með liðinu í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

Soree er 23 ára miðjumaður sem á nokkra landsleiki að baki fyrir Belgíu. Hún hefur verið á mála hjá Houston Dash og Orlando Pride í bandarísku atvinnumannadeildinni. Hún var einu sinni á bekknum hjá Orlando í fyrra en kom ekki við sögu.

Soree er fædd í Florida en faðir hennar er frá Belgíu og spilaði hún fyrir yngri landslið Belgíu áður en kallið kom svo frá A-landsliðinu. Síðast spilaði hún með landsliðinu á Algarve mótinu í fyrra þegar hún spilaði sinn fjórða landsleik.

Í apríl skrifaði hún undir svokallaðan 'National Team Replacement Contract' hjá Houston Dash samkvæmt Wikipedia.

Breiðablik hefur verið í leit að styrkingu fyrir baráttuna í Meistaradeildinni en hópur liðsins var ansi þunnskipaður í síðasta Meistaradeildarverkefni.

„Við erum að vinna í því og erum meðal annars búin að sækja um undanþágu fyrir leikmann sem við erum að skoða sem við teljum okkur eiga rétt á sbr. grein 6.1 í reglugerð FIFA og grein 10.3 í reglugerð KSÍ sem fjallar um félagaskipti, samninga og stöðu leikmanna og félaga," sagði Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri Breiðabliks, við Fótbolta.net í gær.
Athugasemdir
banner
banner
banner