Lionel Messi er af mörgum talinn besti leikmaður sögunnar og að mati margra staðfesti hann það með sigrinum á HM.
Carlo Ancelotti stjóri Real Madrid er þó ekki í þeim hópi. Hann er alls ekki sannfærður.
„Það er erfitt að segja, ferillinn hans heldur áfram hvort sem hann er heimsmeistari eða ekki. Ég veit það ekki satt að segja. Ég var uppi á tíma sem voru margir sterkir leikmenn. Þú heyrir mig ekki segja „Messi er sá besti í sögunni," sagði Acelotti.
„Ég nýt þess að sjá þá bestu, ég hef séð Maradona, Cruyff, ég er að þjálfa núverandi Ballon d'Or sigurvegarann. Ég veit ekki hver er sá besti."
Athugasemdir