Það virðast loksins vera jákvæð teikn á lofti hvað varðar samningamál N'Golo Kante hjá Chelsea.
Samningur hans við Chelsea rennur út í sumar en lið á borð við Barcelona hefur sýnt því áhuga að fá hann til liðsins þegar samningurinn rennur út.
Það hefur fengið Chelsea til að spýta í lófana og talið er að viðræður gangi vel en The Athletic greinir þó frá því að Chelsea og forráðamenn Kante eigi í erfiðleikum með að komast að samkomulagi um lengd samningsins.
Kante hefur verið mikið frá vegna meiðsla á þessari leiktíð en hann hefur aðeins spilað tvo leiki til þessa.
Athugasemdir