City vill Wirtz - Lookman orðaður við Newcastle og Man Utd - White gæti snúið aftur í landsliðið
   fim 29. desember 2022 23:31
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Klopp: Margt líkt með Lewandowski og Nunez
Mynd: EPA
Ferill Darwin Nunez til þessa hjá Liverpool hefur verið upp og niður.

Eftir HM hléið hefur Liverpool leikið tvo leiki og Nunez hefur vaðið í færunum án þess að skora. Hann lagði þó upp eitt mark í hvorum leik.

Hann hefur skorað sjö mörk í síðustu 12 leikjum. Jurgen Klopp hefur ekki miklar áhyggjur af honum þar sem hann er með sömu tölfræði og Robert Lewandowski var með á sínu fyrsta tímabili hjá Dortmund undir stjórn Klopp á sínum tíma.

„Þegar maður lítur til baka þá sat ég á blaðamannafundi og þegar ég var að byrja spila Lewandowski spurðu fréttamenn af hverju ég væri ekki að spila Lucas Barrios. Hann hafði skorað 16 mörk á tímabilinu og var nían í liðinu," sagði Klopp.

„Svo Lewandowski fór að spila í hinum og þessum stöðum til að aðlagast mismunandi hlutum, var ekki mjög hrifinn af því. Pólskir fréttamenn voru ekki vingjarnlegir við mig því hann var ekki að spila tíuna. Mér fannst það meika fullkominn sense á þessum tíma að þróa leikinn hans."

Klopp varð ríkur á því að veðja gegn Lewandowski á skotæfingum.

„Það er margt líkt með honum og Nunez. Lewandowski myndi segja það sama, við vorum með skotæfingar þar sem hann kláraði ekki eitt færi. Við veðjuðum alltaf 10 evrum 'Ef þú skorar meira en 10 mörk borga ég þér 10 evrur, ef ekki borgar þú mér.' Vasarnir mínir voru fullir af peningum," sagði Klopp.

Eins og allir vita varð Lewandowski einn besti markaskorarinn í fótbolta heiminum. Hann skoraði 344 mörk í 375 leikjum fyrir Bayern og er kominn með 18 mörk í 19 leikjum fyrir Barcelona.


Athugasemdir
banner
banner