City vill Wirtz - Lookman orðaður við Newcastle og Man Utd - White gæti snúið aftur í landsliðið
   fös 30. desember 2022 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Grealish hlær að tvífara Bernardo Silva
Jack Grealish og Bernardo Silva eru góðir vinir en þeir leika saman hjá Manchester City.

Það er ekki hægt að segja að Grealish hafi slegið í gegn frá því hann kom til City frá Aston Villa en honum tókst að leggja upp tvö mörk í 1-3 sigrinum gegn Leeds í miðri viku.

Silva var ónotaður varamaður í leiknum en eftir leikinn fór í dreifingu myndband af tvífara af Portúgalans þar sem hann var dansandi á næturklúbbi.

Grealish dreifði myndbandinu á Twitter og var greinilega mjög skemmt yfir því.

Þetta er ekki í fyrsta sinn þar sem Grealish stríðir Silva á léttu nótunum en hægt er að sjá myndbandið af tvífara Silva hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner