Chiesa í skiptum fyrir Greenwood? - David til Chelsea - Buðu Palace að fá Olise aftur á láni - Slot skoðar Minteh - Varane til Miami
   fös 31. maí 2024 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Salzburg
Ánægður með nýliðana - „Auðvitað er þetta öðruvísi fyrir hana"
Icelandair
Emilía Kiær Ásgeirsdóttir.
Emilía Kiær Ásgeirsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Katla Tryggvadóttir.
Katla Tryggvadóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Það má segja að það séu tveir framtíðarleikmenn að fá sitt fyrsta tækifæri með A-landsliðinu um þessar mundir. Það eru Emilía Kjær Ásgeirsdóttir og Katla Tryggvadóttir, en þær eru báðar fæddar árið 2005.

Þær eru í fyrsta sinn í A-landsliðshópnum en þær hafa báðar verið að leika vel með félagsliðum sínum; Katla með Kristianstad í Svíþjóð og Emilía með Nordsjælland í Danmörku.

Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari Íslands, var spurður út í þessa tvo leikmenn fyrir æfingu í gær. Hann er ánægður með hvernig þær hafa komið inn í hópinn.

„Katla hefur verið flott á æfingum og komið mjög fínt inn í þetta. Við vonandi sjáum bara meira frá Kötlu í framtíðinni," sagði Þorsteinn.

„Emilía hefur líka komið vel inn í þetta. Það er auðvitað öðruvísi fyrir hana þar sem hún þekkir nánast engan þannig séð þó hún hafi æft með einhverjum og þekkt til einhverra þegar hún var fyrir fjórum árum að spila á Íslandi síðast," sagði Steini en Emilía hefur síðustu fjögur árin verið í Danmörku og hefur leikið með yngri landsliðunum þar. „Auðvitað er þetta öðruvísi fyrir hana að koma sem algjör nýliði inn, en hún hefur aðlagast vel og það hefur gengið vel hjá henni."

„Hún er góður leikmaður, er góð á boltann og hefur góðan leikskilning. Ég er bara bjartsýnn á að við eigum eftir að sjá mikið frá Emilíu í framtíðinni."

Ísland spilar við Austurríki í undankeppni í dag, en leikurinn hefst klukkan 16:00 að íslenskum tíma og verður í beinni textalýsingu hér á Fótbolta.net. Hann verður einnig sýndur í beinni útsendingu á RÚV.
Steini: Urðum að taka ákvörðun eftir æfingu í gær um að hún væri ekki klár
Athugasemdir
banner
banner
banner