Helgi Guðjónsson var mjög sáttur eftir 4-1 sigur Fram gegn Magna í Safamýrinni fyrr í kvöld.
Helgi skoraði tvö mörk ásamt því að leggja upp eitt og er orðinn jafnmarkahæstur Rafael Victor og Pétri Théodór með 11 mörk í 15 leikjum.
Helgi skoraði tvö mörk ásamt því að leggja upp eitt og er orðinn jafnmarkahæstur Rafael Victor og Pétri Théodór með 11 mörk í 15 leikjum.
Lestu um leikinn: Fram 4 - 1 Magni
„Við héldum boltanum vel og dreifðum vel úr okkur til að búa til gott pláss og nýttum okkur það.'' Sagði Helgi um leikinn.
Er Helgi með markmið varðandi markaskorun?
„Ég er bara með persónulegt markmið leik eftir leik og reyni að skora til að hjálpa liðinu''
Helgi var mikið orðaður við Víkinga fyrir tímabil og aftur í glugganum, hvernig tekur hann í þann orðróm?
„Þeir höfðu samband og ég fékk ekki að fara, allt í góðu með það, mér líður mjög vel hjá Fram.''
Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan en þar talar Helgi nánar um leikinn, um markaskorun og orðróminn við Víkinga og hvort hann hafi áhuga á að ganga til liðs við þá.
Athugasemdir