Barcelona 1 - 1 Espanyol
1-0 Marcos Alonso ('7 )
1-1 Joselu ('73 , víti)
Rautt spjald: ,Jordi Alba, Barcelona ('78)Vinicius De Souza Costa, Espanyol ('80)
Á einhvern ótrúlegan hátt endaði grannaslagurinn í Barcelona með jafntefli þar sem Barcelona og Espanyol áttust við.
Barcelona var með mikla yfirburði í leiknum og komst yfir snemma leiks þegar Marcos Alonso kom boltanum í netið.
Liðinu tókst ekki að bæta við mörkum en Espanyol hafði ekki átt skot á markið þegar liðið fékk vítaspyrnu þegar Andreas Christiansen braut klaufalega af sér.
Joselu skoraði úr vítinu og tryggði Espanyol stig. Þetta er í fyrsta sinn í 13 ár sem Espanyol tapar ekki á Camp Nou
Dómari leiksins var Mateu Lahoz en hann dæmdi leik Hollands og Argentínu á HM þar sem hann lyfti gula spjaldinu átján sinnum í þeim leik en það er met á HM.
Hann lyfti gula spjaldinu 15 sinnum í dag og rauða spjaldinu tvisvar.