Reykjavíkurmótið fer af stað um helgina en þá er hægt að segja að undirbúningstímabilið fyrir Íslandsmótið fari formlega af stað.
Mótið hefst með Lengjudeildarslag Fjölnis og Leiknis í Egilshöllinni klukkan 15:30. Svo munu ÍR og Víkingur eigast við klukkan 18:30. Víkingur teflir væntanlega fram varaliði í þeim leik enda er liðið í fríi eftir langt og strangt tímabil.
Mótið hefst með Lengjudeildarslag Fjölnis og Leiknis í Egilshöllinni klukkan 15:30. Svo munu ÍR og Víkingur eigast við klukkan 18:30. Víkingur teflir væntanlega fram varaliði í þeim leik enda er liðið í fríi eftir langt og strangt tímabil.
Víkingur er ríkjandi Reykjavíkurmeistari eftir að liðinu var dæmdur 3-0 sigur gegn KR í úrslitaleiknum í fyrra. KR hafði unnið leikinn en var ólöglega skipað.
laugardagur 4. janúar
15:30 Fjölnir-Leiknir R. (Egilshöll)
18:30 ÍR-Víkingur R. (Egilshöll)
Athugasemdir