Landsliðsmaður Úsbekistan orðaður við Man City - Liverpool hafnar tilboðum í Doak - Cunha til Arsenal?
   fim 02. janúar 2025 10:10
Elvar Geir Magnússon
Orðaður við ensk stórlið - „Er ekki með hugann við að vera seldur“
Omar Marmoush.
Omar Marmoush.
Mynd: Getty Images
Egypski sóknarmaðurinn Omar Marmoush hefur lofað stuðningsmönnum Eintracht Frankfurt að hann sé ekki að hugsa um félagaskipti þrátt fyrir að hafa verið orðaður við ensk stórlið.

Í slúðurpakkanum í morgun var sagt að Arsenal væri líklegast til að krækja í Marmoush, sem hefur einnig verið orðaður við Liverpool og Arsenal. Þá hafa Paris St-Germain og AC Milan einnig sýnt honum áhuga.

Marmoush er 25 ára og hefur skorað 18 mörk í 24 leikjum á tímabilinu, auk þess hefur hann átt 12 stoðsendingar. Janúarglugginn er opinn og alveg ljóst að við munum heyra nafn Marmoush oft í þessum mánuði.

„Auðvitað heyrir maður þessar sögur og ég er stoltur af því að verið sé að tala um mig. Það sýnir að ég er að standa mig. En þetta hefur engin áhrif á daglegt líf mitt. Mín einbeiting er algjörlega á Eintracht Frankfurt og gera góða hluti hér," segir Marmoush við þýska blaðið Bild.
Athugasemdir
banner
banner
banner