Landsliðsmaður Úsbekistan orðaður við Man City - Liverpool hafnar tilboðum í Doak - Cunha til Arsenal?
   fim 02. janúar 2025 21:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ítalía: Dumfries skaut Inter í úrslit Ofurbikarsins
Dumfries fagnar öðru marka sinna
Dumfries fagnar öðru marka sinna
Mynd: EPA
Inter 2-0 Atalanta
1-0 Denzel Dumfries ('49 )
2-0 Denzel Dumfries ('61 )

Denzel Dumfries var hetja Inter þegar liðið komst í úrslit ítalska Ofurbikarsins með sigri á Atalanta í Ríad í Sádí-Arabíu í kvöld.

Inter var með þónokkra yfirburði í fyrri hálfleik en staðan var enn markalaus þegar flautað var til hálfleiks.

Dumfries kom Inter yfir snemma í seinni hálfleik þegar hann skoraði með bakfallsspyrnu af stuttufæri.

Hann innsiglaði síðan sigurinn þegar hann skoraði með glæsilegu skoti fyrir utan teiginn, sláin inn.

Inter mætir annað hvort Juventus eða AC Milan í úrslitum sem mætast einnig í Ríad annað kvöld.
Athugasemdir
banner