Jack Butland markvörður Rangers í Glasgow var á sjúkrahúsi um áramótin vegna innvortis blæðinga í fótlegg. Hann hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsinu og er á batavegi.
Hann verður ekki með í grannaslagnum gegn Celtic í dag og óvíst hvenær hann snýr aftur til keppni. Í tilkynningu frá Rangers er honum óskað góðs bata.
Hann verður ekki með í grannaslagnum gegn Celtic í dag og óvíst hvenær hann snýr aftur til keppni. Í tilkynningu frá Rangers er honum óskað góðs bata.
„Það er augljóst að þetta kemur á hrikalegum tíma. Nú reyni ég bara að styðja strákana og snúa aftur sem fyrst," segir Butland en Liam Kelly, varamarkvörður sem kom frá Motherwell í sumar, spilar í marki Rangers í dag.
Rangers er einnig án fyrirliðans James Tavernier og varnarmannsins John Souttar.
Celtic er búið að stinga af í skosku úrvalsdeildinni og er með 14 stiga forystu á Rangers sem er í öðru sæti. Það er frídagur í Skotlandi í dag og leikur Rangers og Celtic hefst klukkan 15.
Athugasemdir