Landsliðsmaður Úsbekistan orðaður við Man City - Liverpool hafnar tilboðum í Doak - Cunha til Arsenal?
   fim 02. janúar 2025 13:00
Elvar Geir Magnússon
Rodri: Ummæli Ronaldo komu mér á óvart
Rodri með gullboltann.
Rodri með gullboltann.
Mynd: EPA
Cristiano Ronaldo.
Cristiano Ronaldo.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Vinicius Jr hefði átt að vinna Ballon d’Or að mínu mati, það er alveg ljóst. Úrslitin voru ósanngjörn,“ sagði Cristiano Ronaldo við spænska fjölmiðla í síðasta mánuði.

Rodri, miðjumaður Manchester City og Spánar, vann gullboltann sem besti leikmaður heims en Real Madrid sniðgekk verðlaunaathöfnina til að mótmæla því að Vini Jr vann ekki.

Rodri hefur nú tjáð sig um þessi ummæli Ronaldo.

„Þetta kom virkilega á óvart, því hann veit betur en allir aðrir hvernig þessi verðlaunaafhending gengur fyrir sig og hvernig sigurvegarinn er valinn," segir Rodri.

„Blaðamennirnir sem kusu völdu mig, sömu blaðamenn og kusu Ronaldo til sigurs á sínum tíma og þá get ég ímyndað mér að hann hafi verið sammála þeim."

Rodri er sem stendur á meiðslalistanum vegna alvarlegra hnémeiðsla en setur stefnuna á að snúa aftur til vallar áður en tímabilinu lýkur.

Í viðtali í nóvember var Rodri spurður út í þá ákvörðun Real Madrid að mæta ekki á athöfnina.

„Ég get ekki borið virðingu fyrir þeirri ákvörðun. Það er mikilvægt að vinna í íþróttum og í lífinu, en það er jafnvel mikilvægara að kunna að tapa. Þetta var mín stund, þeir vildu ekki vera viðstaddir. En mínir félagar, mín fjölskylda var þarna og þetta var stórkostleg stund," sagði Rodri.
Athugasemdir
banner
banner
banner