Landsliðsmaður Úsbekistan orðaður við Man City - Liverpool hafnar tilboðum í Doak - Cunha til Arsenal?
   fim 02. janúar 2025 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þurfa líklega að borga með Chilwell svo hann fari
Ben Chilwell.
Ben Chilwell.
Mynd: Getty Images
Vinstri bakvörðurinn Ben Chilwell hefur ekki enn spilað leik í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu og Chelsea ætlar að reyna að losa sig við hann í janúar.

En samkvæmt The Sun gæti það verið flókið fyrir Chelsea að losa sig við hann.

Ástæðan er stór launapakki sem Chilwell er með, en hann þénar um 190 þúsund pund í vikulaun.

The Sun ýjar að því að Chilwell muni ekki taka á sig launalækkun til að yfirgefa Chelsea.

Chelsea gæti því þurft að borga með honum til að losa sig við hann en það verður fróðlegt að sjá hvað gerist.
Athugasemdir
banner
banner
banner