Paul Merson, fyrrum leikmaður Arsenal, myndi gera ansi mikið til að sjá sitt gamla félag kaupa sænska sóknarmanninn Alexander Isak.
Arsenal er í titilbaráttu við Liverpool en það munar sex stigum á liðunum. Arsenal gæti þurft að skoða markaðinn í janúar til að minnka bilið.
Isak er efstur á óskalistanum hjá Merson en hann hefur verið í fantaformi með Newcastle að undanförnu.
„Ef Arsenal á peninginn, þá myndi ég sækja Isak. Ég myndi brjóta bankann fyrir hann. Isak myndi taka Arsenal upp á næsta stig," segir Merson.
Isak, sem er 25 ára, hefur á þessu tímabili skorað tólf mörk í 17 deildarleikjum með Newcastle.
Athugasemdir