Landsliðsmaður Úsbekistan orðaður við Man City - Liverpool hafnar tilboðum í Doak - Cunha til Arsenal?
   fim 02. janúar 2025 12:00
Elvar Geir Magnússon
Segir liðið á réttri leið þó það sé án sigurs í sjö leikjum
Fabian Hurzeler, stjóri Brighton.
Fabian Hurzeler, stjóri Brighton.
Mynd: EPA
Fabian Hurzeler stjóri Brighton segir að liðið sé á réttri leið, þrátt fyrir að það hafi ekki unnið í síðustu sjö leikjum sínum. Liðið fékk aðeins fjögur stig í desember og er í tíunda sæti.

Brighton fær Arsenal í heimsókn 17:30 á laugardag.

„Við höldum áfram okkar vinnu því við teljum að við séum á réttri leið. Þrátt fyrir slæm úrslit höfum við sýnt að við getum unnið hvaða lið sem er. Við höfum átt mjög góða frammistöðu í nokkrum leikjum. Það þarf að trúa á þróunina, við erum á réttri leið," segir Hurzeler.

Þýski stjórinn ræddi við fréttamenn í dag og greindi frá því að varnarmaðurinn hávaxni Adam Webster væri klár í slaginn á ný og þá er möguleiki á að hinn nítján ára gamli Jack Hinshelwood verði klár. Hann er allavega nálægt endurkomu. Óvíst er hvenær Danny Welbeck snýr aftur af meiðslalistanum.

Paragvæski landsliðsmaðurinn Diego Gomez er formlega orðinn leikmaður Brighton en hann kom frá Inter Miami. Hurzeler hefur þó talað um að hann þurfi aðlögunartíma.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 18 14 3 1 45 17 +28 45
2 Arsenal 20 11 7 2 39 18 +21 40
3 Nott. Forest 19 11 4 4 26 19 +7 37
4 Chelsea 20 10 6 4 39 24 +15 36
5 Newcastle 20 10 5 5 34 22 +12 35
6 Man City 20 10 4 6 36 27 +9 34
7 Bournemouth 20 9 6 5 30 23 +7 33
8 Aston Villa 20 9 5 6 30 32 -2 32
9 Fulham 19 7 8 4 28 25 +3 29
10 Brighton 20 6 10 4 30 29 +1 28
11 Brentford 20 8 3 9 38 35 +3 27
12 Tottenham 20 7 3 10 42 30 +12 24
13 West Ham 20 6 5 9 24 39 -15 23
14 Man Utd 19 6 4 9 21 26 -5 22
15 Crystal Palace 20 4 9 7 21 28 -7 21
16 Everton 19 3 8 8 15 25 -10 17
17 Wolves 19 4 4 11 31 42 -11 16
18 Ipswich Town 19 3 6 10 18 33 -15 15
19 Leicester 20 3 5 12 23 44 -21 14
20 Southampton 20 1 3 16 12 44 -32 6
Athugasemdir
banner
banner
banner