Landsliðsmaður Úsbekistan orðaður við Man City - Liverpool hafnar tilboðum í Doak - Cunha til Arsenal?
   fös 03. janúar 2025 07:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Real Madrid að hefja viðræður við Alexander-Arnold
Mynd: EPA
Mikil óvissa er um framtíð Trent Alexander-Arnold hjá Liverpool en samningur hans við félagið rennur út eftir tímabilið.

Real Madrid hefur sýnt honum mikinn áhuga en Liverpool hefur þegar hafnað tilboði frá spænska félaginu í enska hægri bakvörðinn.

Real Madrid er í mikilli meiðslakrísu og vonast til að Alexander-Arnold geti bjargað þeim út tímabilið en Fabrizio Romano greinir frá því að ef Real Madrid og Liverpool komast ekki að samkomulagi mun Real hafa beint samband við umboðsmann Alexander-Arnold.

Real Madrid getur haf beint samband við leikmanninn þar sem hann á sex mánuði eftir af samningi sínum og ef það næst samkomulag mun hann ganga til liðs við félagið næsta sumar.


Athugasemdir
banner
banner