Landsliðsmaður Úsbekistan orðaður við Man City - Liverpool hafnar tilboðum í Doak - Cunha til Arsenal?
   fim 02. janúar 2025 22:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Johnstone á óskalista Tottenham
Mynd: EPA
Sam Johnstone, markvörður Wolves, er á óskalista Tottenham en félagið er í leit að markmanni eftir að Guglielmo Vicario meddist gegn Man City í nóvember.

Vicario fór í aðgerð eftir að hafa spilað í 60 mínútur ökklabrotinn gegn Man City.

Fraser Forster hefur verið í markinu síðan Vicario meiddist og hann hefur fengið misjafna dóma fyrir frammistöðu sína.

Það er spurning hvort Tottenham nái samkomulagi við Wolves um kaup á markmanninum en Johnstone gekk til liðs við Úlfana í sumar fyrir 10 milljónir punda frá Crystal Palace. Hann hefur komið við sögu í sjö leikjum í úrvalsdeildinni.
Athugasemdir
banner
banner