Granit Xhaka er nýjasta stjarnan í fótboltaheiminum sem hefur skellt sér í hárígræðslu.
Athygli vakti mynd á samfélagsmiðlum þar sem þessi svissneski landsliðsmaður og lykilmaður hjá Þýskalandsmeisturum Bayer Leverkusen var snöggklipptur í fríi með fjölskyldunni.
Athygli vakti mynd á samfélagsmiðlum þar sem þessi svissneski landsliðsmaður og lykilmaður hjá Þýskalandsmeisturum Bayer Leverkusen var snöggklipptur í fríi með fjölskyldunni.
Hann nýtti vetrarfrí þýsku deildarinnar ekki bara í að skella sér á skíði heldur fór hann til Kósovó, en hann er ættaður þaðan.
Eins og hjá mörgum var hárið farið að þynnast með aldrinum hjá þessum 32 ára leikmanni og hann fór í Ozone Hair klíníkina. Hann hefur líklega fengið einhvern góðan afslátt því klíníkin hefur svo notað Xhaka í auglýsingar í kjölfarið.
Xhaka er leiðtogi hjá Leverkusen sem er ríkjandi Þýskalands- og bikarmeistari og er núna í öðru sæti Bundesligunnar, fjórum stigum á eftir Bayern München.
Athugasemdir