Landsliðsmaður Úsbekistan orðaður við Man City - Liverpool hafnar tilboðum í Doak - Cunha til Arsenal?
   fim 02. janúar 2025 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Maðurinn sem lék sér að Blikum á leið til Hoffenheim
Gift Orban í leik gegn Blikum
Gift Orban í leik gegn Blikum
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Þýska félagið Hoffenheim er að ganga frá viðræðum við Lyon um kaup á nígeríska sóknarmanninum Gift Orban.

Orban er 22 ára gamall leikmaður sem hefur verið iðinn við kolann síðustu ár.

Hann skoraði meðal annars fjögur mörk í tveimur leikjum með Gent gegn Breiðabliki í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu á síðasta tímabili, en hann hefur samtals skorað þrjár þrennur í keppninni.

Franska félagið Lyon fékk hann frá Gent fyrir ári síðan en það gekk erfiðlega að aðlagast franska boltanum.

Snemma á þessu tímabili kom hann inn af bekknum hjá Lyon gegn Strasbourg og skoraði tvö mörk á níu mínútum sem tryggði sigurinn.

Hann fékk tækifæri í næstu leikjum á eftir en tókst ekki að skora og er ekki lengur í myndinni hjá Lyon.

Franska félagið er að selja Orban til Hoffenheim í Þýskalandi og mun Lyon fá stærstan hluta af kaupverðinu sem það greiddi fyrir hann eða um 10 milljónir evra, en hann kostaði 14 milljónir fyrir ári síðan.
Athugasemdir
banner
banner
banner