Landsliðsmaður Úsbekistan orðaður við Man City - Liverpool hafnar tilboðum í Doak - Cunha til Arsenal?
   fim 02. janúar 2025 13:48
Elvar Geir Magnússon
Íslandsmeistararnir fá nýliða í heimsókn í opnunarleik Bestu deildarinnar
Arnór Gauti Jónsson mætir uppeldisfélagi sínu.
Arnór Gauti Jónsson mætir uppeldisfélagi sínu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Drög að niðurröðun leikja í Bestu deild karla hefur verið birt á vef KSÍ. Opnunarleikur mótsins verður viðureign Íslandsmeistara Breiðabliks og nýliða Aftureldingar á Kópavogsvelli laugardagskvöldið 5. apríl.

Besta deildin hefur aldrei byrjað svona snemma en lokaumferðin fyrir tvískiptingu fer fram 14. september. Mótinu á að ljúka laugardaginn 25. október.

Svona mun 1. umferðin í karladeildinni líta út en allir leikir fyrstu tveggja umferða eru skráðir á gervigras.

Breiðablik - Afturelding, laugardaginn 5. apríl
Valur - Vestri, sunnudaginn 6. apríl
KA - KR, sunnudaginn 6. apríl
Fram - ÍA, sunnudaginn 6. apríl
Víkingur - ÍBV, mánudaginn 7. apríl
Stjarnan - FH, mánudaginn 7. aprí.

2. umferð:
Vestri - FH, sunnudaginn 13. apríl
Víkingur - KA, sunnudaginn 13. apríl
Afturelding - ÍBV, sunnudaginn 13. apríl
Fram - Breiðablik, sunnudaginn 13. apríl
KR - Valur, mánudaginn 14. apríl
Stjarnan - ÍA, mánudaginn 14. apríl

Hér má sjá drögin í heild sinni af vef KSÍ

Þá má geta þess að leikur ÍBV og KR verður þjóðhátíðarleikurinn 2. ágúst. Einnig má fylgja að gert er ráð fyrir að úrslitaleikur Mjólkurbikars karla verði föstudaginn 23. ágúst (til vara 19. september). Keppni í bikarnum hefst í lok mars.
Athugasemdir
banner
banner
banner