Landsliðsmaður Úsbekistan orðaður við Man City - Liverpool hafnar tilboðum í Doak - Cunha til Arsenal?
   fim 02. janúar 2025 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Seko Fofana til Rennes (Staðfest)
Mynd: Rennes
Fílabeinsstrendingurinn Seko Fofana hefur samið við Rennes í Frakklandi en hann kemur til félagsins frá Al Nassr í Sádi-Arabíu.

Á dögunum var greint frá því að Fofana væri að nálgast samkomulag við Rennes og hefur nú verið gengið frá því.

Rennes greiðir Al Nassr 20 milljónir evra fyrir þennan 29 ára gamla miðjumann, sem var einn af bestu mönnum franska boltans áður en hann yfirgaf Lens fyrir einu og hálfu ári.

Fofana skrifaði undir samning við Rennes til 2029 sem ætlar sér stóra hluti í seinni hluta tímabilsins.

Rennes er einnig að reyna ganga frá viðræðum við Lens um kaup á franska markverðinum Brice Samba, en hann mun kosta liðið í kringum 12 milljónir evra.


Athugasemdir
banner
banner