Landsliðsmaður Úsbekistan orðaður við Man City - Liverpool hafnar tilboðum í Doak - Cunha til Arsenal?
   fim 02. janúar 2025 15:41
Elvar Geir Magnússon
KSÍ eini umsækjandinn sem fékk synjun frá Afrekssjóði ÍSÍ
Fáni KSÍ.
Fáni KSÍ.
Mynd: Fótbolti.net - Vilhjálmur Siggeirsson
KSÍ sótti um styrk úr afrekssjóði ÍSI vegna afreksverkefna ársins 2025 en er eini umsækjandinn af 33 sem fékk synjun.

„Þrátt fyrir að KSÍ sé flokkað sem afrekssérsamband ÍSÍ og fer þar fremst í flokki á mörgum sviðum fær sambandið ekki styrk við þessa úthlutun. Er þar, líkt og síðustu ár, horft til fjárhagslegrar stöðu sérsambandsins og vísað til heimilda sem eru í reglugerð sjóðsins varðandi slíka ákvörðunartöku," segir á heimasíðu ÍSÍ.

Úthlutun úr sjóðnum nemur alls 519,4 milljónum króna. Framlag ríkisins til Afrekssjóðs ÍSÍ er 392 m.kr. vegna verkefna ársins 2025, en framlagið hefur verið óbreytt frá árinu 2019. Afrekssjóður ÍSÍ er annars fjármagnaður með hlutdeild úr tekjum íþróttahreyfingarinnar frá Íslenskri Getspá.

Handknattleikssamband Íslands fær stærstan hluta þessarar upphæðar, 72,5 milljónir. Fimleikasamband Íslands fær rúmlega 46 milljónir og Skíðasambandið rúmar 44 milljónir.

KSÍ gæti þó fengið eitthvað á endanum því ekki er búið að úthluta 637 milljóna króna hækkun sem ÍSÍ á að fá eftir að skrifað var undir samning við mennta- og barnamálaráðuneytið í nóvember. Enn er verið að vinna í skiptingu þess fjármagns og niðurstöður eiga að liggja fyrir snemma á árinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner