Landsliðsmaður Úsbekistan orðaður við Man City - Liverpool hafnar tilboðum í Doak - Cunha til Arsenal?
   fim 02. janúar 2025 14:00
Elvar Geir Magnússon
Markvörður Leicester hitti sérfræðing
Mads Hermansen, markvörður Leicester.
Mads Hermansen, markvörður Leicester.
Mynd: EPA
Mads Hermansen, markvörður Leicester, hefur hitt sérfræðing þar sem honum hefur gengið illa að jafna sig á nárameiðslum sem hafa haldið honum frá í síðustu þremur leikjum. Vonast er til að skýringar og lausnir finnist.

Daninn neyddist til að fara af velli í hálfleik í 4-0 tapinu gegn Newcastle og missti af ósigrum gegn Wolves, Liverpool og Manchester City.

Ruud van Nistelrooy, stjóri Leicester, var upphaflega vongóður um að Hermansen myndi jafna sig fljótt en illa hefur gengið að fylla hans skarð.

Danny Ward átti arfadapran leik gegn Wolves og Pólverjinn Jakub Stolarczyk hefur varið markið í síðustu tveimur leikjum.

Enzo Maresca, fyrrum stjóri Leicester, hefur áhuga á að fá Hermansen til Chelsea og sögusagnir um að félagið geti gert tilboð næsta sumar.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 18 14 3 1 45 17 +28 45
2 Arsenal 20 11 7 2 39 18 +21 40
3 Nott. Forest 19 11 4 4 26 19 +7 37
4 Chelsea 20 10 6 4 39 24 +15 36
5 Newcastle 20 10 5 5 34 22 +12 35
6 Man City 20 10 4 6 36 27 +9 34
7 Bournemouth 20 9 6 5 30 23 +7 33
8 Aston Villa 20 9 5 6 30 32 -2 32
9 Fulham 19 7 8 4 28 25 +3 29
10 Brighton 20 6 10 4 30 29 +1 28
11 Brentford 20 8 3 9 38 35 +3 27
12 Tottenham 20 7 3 10 42 30 +12 24
13 West Ham 20 6 5 9 24 39 -15 23
14 Man Utd 19 6 4 9 21 26 -5 22
15 Crystal Palace 20 4 9 7 21 28 -7 21
16 Everton 19 3 8 8 15 25 -10 17
17 Wolves 19 4 4 11 31 42 -11 16
18 Ipswich Town 19 3 6 10 18 33 -15 15
19 Leicester 20 3 5 12 23 44 -21 14
20 Southampton 20 1 3 16 12 44 -32 6
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner