Neal Maupay hefur mjög gaman af því að ögra bæði innan sem og utan vallar.
Nýjasta uppátæki hans var að skrifa færslu á samfélagsmiðlinum X þar sem hann skaut föstum skotum á Everton.
Nýjasta uppátæki hans var að skrifa færslu á samfélagsmiðlinum X þar sem hann skaut föstum skotum á Everton.
„Alltaf þegar ég á slæman dag skoða ég úrslitin hjá Everton og brosi," skrifaði Maupay.
Maupay er samningsbundinn Everton en er á láni hjá Marseille. Hann var gríðarlega feginn að yfirgefa Everton síðasta sumar og tjáði sig um það á samfélagsmiðlum.
Sean Dyche, stjóri Everton, segir að félagið muni ekki refsa honum fyrir þessi ummæli.
„Það er sanngjarnt að segja að það eru stærri vandamál hjá Everton sem ég er að einbeita mér að og ég held ég þurfii ekki að hafa of miklar áhyggjur af þessum ummælum," sagði Dyche.
Athugasemdir